Þá er 5. flokkur sumarsins 2009 hafinn í Vatnaskógi. Það voru 97 fjörugir dregnir sem streymdu út úr rútunum í gærmorgun kl. 11.30 strax og þeir mættu komu þeir sér fyrir á borði. Í matsalnum er setið við sjö langborð og sitja drengirnir á sama borðinu allan flokkinn með hópstjóra sínum (foringja). Drengirnir á hverju borði sofa í sama skála og eru saman á öllum sameiginlegum stundum. Eftir nafnakall komu drengirnir sér fyrir í svefnskálunum með aðstoð foringjanna. Gist er í tveimur skálum Gamla skála og Birkiskála. Í hádegismat í gær fengu drengirnir kjúklinganagga með súrsætri sósu og hrísgrjónum. Eftir matartíma hófst frjáls tími og var margt í boði: bátar voru opnir og sökum góða veðursins var drengjunum boðið að synda/vaða í vatninu við bryggjuna, knattspyrnumótið var sett af stað en hvert borð myndar lið á mótinu, frjálsíþróttamótið var einnig sett af stað og keppt var í 60 metra hlaupi og kúluvarpi, í íþróttahúsinu var borðtennismót. Í íþróttahúsinu er mikið við að vera fyrir drengina þar er hægt að fara í ýmsa knattleiki, fótboltaspil, þythokkí, billjard, borðtennis, kúluspil og fyrir þá sem vilja meiri ró er hægt að lesa eitthvað af hinum mörgu góðu bókum sem þar eru í boði. Í kaffitímanum klukkan 15.00 var drengjunum boðið upp á brauðbollur og skúffuköku með mjólk. Í kvöldmat var boðið upp á sveppasúpu og smurtbrauð og í kvöldkaffinu var mjólkurkex og pólókex í boði með mjólk. Eftir kvöldkaffi fóru drengirnir á kvöldvöku og fengu þá leynigesti tvo sem eru félagar í mótorhjólaklúbbnum Salvation riders og sýndu þeir drengjunum mótorhjólin og sögðu þeim frá hjólunum. Drengirnir voru sofnaðir upp úr klukkan 22.30.
Veður var gott á bilinu 17 – 19 stiga hiti og skýjað.
Myndir frá degi 1 eru hér: http://www.kfum.is/myndir/?g2_itemId=64671