Þá er komið að lokadegi flokksins. Drengirnir eru nú sem stendur að týna saman eigur sínar sem þeim hefur tekist að dreifa vel og vandlega um svæðið. Í dag er gott veður um 17 stiga hiti, logn og skýjað. Í dag verður m.a. brekkuhlaup og stjörnuleikur úrvalsliðs drengjanna í knattspyrnu. Drengirnir koma síðan heim klukkan 21.00 í kvöld strax eftir kvöldvöku.
Flokkurinn hefur gengið vel og hnökralaust fyrir sig að mestu. Þetta eru fjörugir og glaðbeittir drengir og mikill kraftur í þeim!
DRENGIRNIR VERÐA KOMNIR Á HOLTAVEG 28 (HÚS KFUM OG KFUK) KLUKKAN 21.00.
Myndir frá degi 6 eru hér: http://www.kfum.is/myndir/?g2_itemId=63535