Mikið fjör strax á fyrsta degi í 6. flokki. Rúmlega 90 strákar ætla að skemmta sér hérna hjá okkur næstu daga. Veðrið í gær var stórgott. Lygnt og þokkalega hlýtt.
Farið var með þá sem vildu í gönguferð um svæðið. Aðrir fóru strax á knattspyrnuvöllin, margir nýttu sér íþróttahúsið, en þar er hægt að spila borðtennis, þythokký, fótboltaspil, kúluspil, skák ofl. Auðvitað er líka hægt að leika sér í íþróttasalnum með bolta.
Trampolinið er líka vinsælt. En það er bara leyfilegt að nota undir eftirliti starfsmanns. Margir kíktu út á bát og það virðist vera þó nokkur veiðiáhugi hjá mörgum drengjanna.
Eftir kaffi hófst Svínadalsdeildin í knattspyrnu en þar spila hóparnir á móti hvorum öðrum. Við skiptum hópunum niður á 7 borð í matsalnum. Hver hópur heldur saman allan flokkinn og eru með sinn foringja sem fylgir þeim eftir. Það eru 11 – 16 manns á hverju borði.
Einnig fór fram 60. metra hlaup og kúluvarp. En frjálsar íþróttir skipa stóran sess í
Vatnaskógi.
Eftir kvöldmat var haldið áfram með íþróttirnar. Inni í íþróttahúsi var boðið upp á borðtennismót.
Kvöldvaka var svo upp úr kl. 20:30 og þar sungum við og skemmtum okkur vel og enduðum svo á því að heyra úr Guðs orði. Drengirnir fengu svo ávexti fyrir svefninn.
Ró var komin á um 23:00 sem er mjög gott á fyrsta degi.
Nokkrar myndir úr flokknum eru hérna. Við komum svo sterkir inn með fleiri myndir í dag og restina af flokknum.
Kv, Árni Geir
Forstöðumaður