Léttkvöld Skógarmanna KFUM verður haldið að Holtavegi 28 í Reykjavík, á morgun, fimmtudagskvöldið 18.nóvember kl.19. Þetta kvöld er mikilvægur og skemmtilegur liður í fjáröflun til styrktar Vatnaskógi, og er hluti af starfi Aðaldeildar (AD) KFUM.
Glæsilegur fimm rétta fjáröflunarkvöldverður verður reiddur fram á Léttkvöldinu, en matseðil og dagskrá kvöldsins má sjá á þessari slóð:
http://www.kfum.is/sumarbudir-og-leikjanamskeid/vatnaskogur/frettir/lesa-meira/article/-75bcb1240b/
Vinir og velunnarar Vatnaskógar á öllum aldri eru hvattir til að láta ekki þetta einstaka tækifæri til að styðja við nýbyggingu í Vatnaskógi fram hjá sér fara, og um leið gleðjast í góðum félagsskap. Allur ágóði fjáröflunarinnar rennur til Skálasjóðar Vatnaskógar.
Allir karlar eru hjartanlega velkomnir á Léttkvöldið. Verð er aðeins kr. 4500.
Þátttakendum er bent á að skrá sig hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899 eða á
http://skraning.kfum.is/
svo hægt sé að áætla fjölda þátttakenda, m.a. með tilliti til matseldar.
Athugið: Léttkvöldið hefst kl.19.