Nú um komandi helgi, 20.-22. maí verður árlegur feðginaflokkur haldinn í Vatnaskógi.
Flokkurinn er opinn öllum feðrum og dætrum, og er tilvalið tækifæri til að eiga góðar og skemmtilegar samverustundir í fallegu umhverfi.
Á dagskránni eru meðal annars íþróttir, leikir, gönguferðir, kvöldvökur, pabbaspjall, snyrtistund fyrir stúlkur, kassabílarall, bátafjör og fleira. Ljúffengur matur verður á matseðlinum. Dagskráin hefst í Vatnaskógi föstudaginn 20. maí kl.19:00 með kvöldverði.
Dagskrá helgarinnar má sjá á PDF-formi
HÉR.
Verð í feðginaflokk er kr. 9900 á hvern þátttakanda, en skráning fer fram í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899, eða á
skrifstofa@kfum.is .
Hægt er að nýta sér rútuferð (sem kostar aukalega kr.2500) í Vatnaskóg frá húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 í Reykjavík á föstudeginum kl.17:30, en þá þarf að láta vita fyrirfram.
Allir feður og dætur eru hvött til að taka þátt og njóta skemmtilegrar helgar í Vatnaskógi!