Dagurinn í dag hófst á morgunstund þar sem við ræddum aðeins um Martein Lúther og hvernig hann lærði að Guð elskar alla sköpun sína og við megum hvíla í þeirri elsku. Við þurfum ekki að gera neitt til að Guð elski okkur, ást Guðs er án skilyrða. Guð kallar okkur hins vegar til að endurspegla elskuna sem Guð hefur til sköpunar sinnar. Þessi hugmynd sem á máli guðfræðinnar er kölluð "réttlæting af trú" er enda eitt af grunnstefum kristinnar trúarhefðar.
En nóg af guðfræði í bili. Myndirnar frá síðustu tveimur dögum eru loksins komnar á vefinn á slóðinni
http://www.kfum.is/gallery2/main.php?g2_itemId=142364. Þar má sjá að við borðuðum úti á fimmtudaginn. Nokkrar myndir af siglingu sem við buðum á slöngubát staðarins, þegar veðrið leyfði ekki hefðbundinn róður og nokkrar valdar myndir úr íþróttahúsinu, en drengirnir hafa notað aðstöðuna þar nokkuð þegar þeim finnst nóg komið af sól, hita og mýflugum.

Hægt er að ná í forstöðumann á netfanginu elli(hjá)vatnaskogur.net og regluleg tíst eða tvít birtast á
www.twitter.com/vatnaskogur.