Dagurinn í gær var mjög hefðbundinn hér í Vatnaskógi. Það var boðið upp á fjölbreytta dagskrá og óhætt að segja að allir hafi getað fundið eitthvað við sitt hæfi. Eftir kvöldvöku var drengjum sem vildu boðið upp á stutta helgistund í kapellunni fyrir svefninn og það voru margir sem nýttu sér það.
Það tók síðan stutta stund að koma öllum í ró, enda drengirnir orðnir þreyttir eftir góðan dag.
Framundan í dag er fjölþætt dagskrá þar sem við munum bjóða upp á nokkur af vinsælustu dagskrártilboðunum í Vatnaskógi. Drengirnir fá tækifæri til að njóta skógarins og e.t.v. fara í vatnið.

Því miður verða engar nýjar myndir úr flokknum settar inn í dag, en þeim mun fleiri myndir á morgun. Eins og áður hefur komið fram tístum við nokkrum sinnum á dag úr flokknum á
twitter.com/vatnaskogur. Þá tengdum við tístið við
Facebook-síðu Vatnaskógar rétt í þessu og þar verður hægt að fylgjast með ævintýrum næstu daga. Hér er um tilraunastarfsemi að ræða og við vonum að þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með starfinu taki viljann fyrir verkið. Hægt er að ná í forstöðumann flokksins á
elli@vatnaskogur.net.