10. flokkur hefur gengið vel. Veður hefur verið mjög gott allan tímann. Strax á fyrsta degi, á mánudag, fórum við með drengina út í Oddakot, baðströnd Skógarmanna. Þar er mjög aðgrunnt og hægt að vaða langt út í vatn og busla og leika sér. Þar er líka lítil sandströnd og þar er mjög gaman að leika sér og grafa í sandinum. Í hádegismat voru kjúklingaleggir og í kvöldmat var hin víðfræga ávaxtasúrmjólk Skógarmanna.
Á öðrum degi, þriðjudeginum, fórum við með drengina í gönguferð upp í Glammastaðagil sem er hinum megin í dalnum. Fyrst þurfti að ganga út í Oddakot og vaða yfir ós og svo var gengið upp í gilið og hoppað í skemmtilegan hyl. Svo var kaffitími úti í laut við ána. Kvöldmatur var líka borðaður úti og grillaði matráðurinn okkar hamborgara fyrir drengina.
Annars er margskonar dagskrá í boði fyrir drengina yfir daginn. Bátarnir eru vinsælir og íþróttahúsið er alltaf opið og ýmis mót og keppnir í gangi.
Á kvöldin er alltaf kvöldvaka. Þá kveikjum við upp í arninum og syngjum Skógarmannasöngva, hlustum á framhaldssögu, horfum á skemmtiatriði og undir lokin er hugleiðing út frá Guðs orði.
Veðrið hefur leikið við okkar allan tímann. Hitinn yfir daginn hefur verið 16-18°C og það hefur verið alveg heiðskírt og hægur vindur.
Myndir frá 2. degi eru komnar inn á Netið.
Sjá hér:
http://www.kfum.is/nc/myndir/?g2_itemId=151168
Kær kveðja,
Salvar Geir forstöðumaður 10. flokks.
salvar@vatnaskogur.net