Hér koma nokkrar fréttir úr Vatnaskógi. Í gær var prýðisveður, farið í Oddakot sem er baðströnd við austurenda vatnsins u.þ.b. 15 mín. gangur. Þar tókust menn á í klemmu- hermannaleik. Bátar voru líka vinsælir og listasmiðjan var líka opnuð en það er málingavinnustofa fyrir listamenn. Íþróttir skipa líka stóran sess og er þar fótboltinn vinsælastur. Á kvöldvökunni voru nokkrir drengir sem sýndu lipra leikaratakta. Í dag er veisludagur og veislukvöld í kvöld og heimferð á morgun.
Veðrið: Logn léttskýjað og hiti um 15° – fer hækkandi.
Maturinn: Í gær var snitsel í hádegismat, pylsur í kvöldmat – heimabakað bakkelsi í kaffinu. Konur voru í fríi. Í dag verður skyr í hádegismat og veislumáltíð í kvöldmat.
Myndir: Hér eru örfár myndir frá 19. júní.
Bestu kveðjur,
Ársæll forstöðumaður