Dagskráin: Í dag var talsverð bleyta framan af degi en stytti upp og varð hið ágætasta veður með kvöldinu. Hástökk var í boði í íþróttahúsinu og línur eru teknar að skýrast í knattspyrnunni, en framundan er SKELJUNGSBIKARINN sem er úrsláttakeppni í knattspyrnu sem hefur þá nýjung að dregið er í lið. Bátar hafa ekki verið mikið í gangi vegna veðurs. Eftir kvöldmat var spjótkast í boði. Smíðastofan, listasmiðjan sem er nýjung og leikir í Íþróttahúsinu. Heitir pottar voru í boði eftir kvöldmat.
Miklir veiðimenn: Í dag veiddi drengur vænan urriða við mikila gleði bæði drengja og starfsmanna og vekja vonir veiðimanna í Eyararvatni um að veiðin sé að glæðast.
Maturinn: Í dag voru kjötbollur í hádegismat og pasta í kvöldmat. Kaffið mun sem fyrr samanstanda að heimabökuðu brauði og kökum.
Veðrið: Rigningin framan af degi og hægur vindur úr vestri en stytti upp um miðjan dag og nánast logn. Spáin er hinsvegar góð.
Myndir: HÉR KOMA NOKKRAR!
Bestu kveðjur, Ársæll