Frábærum flokki er að ljúka hér í Vatnaskógi. Flokkurinn byrjaði með vindasömum dögum en fljótlega varð stillilogn og veður hefur verið mjög gott síðust daga. Drengirnir hafa fengið að njóta skógarins og vatnsins til hins ýtrasta, en bátar hafa til dæmis verið vinsælir og margir hafa bleytt sig í vatninu. Mikil dagskrá hefur verið í boði. Á laugardagskvöld var boðið upp á hermannaleik en sá leikur gengur út á að tvö lið reyni að ná fána hins liðsins, án þess að verða klukkaður, samkvæmt leikreglum. Í gær var veisludagur en svo er síðasti heili dagurinn í hverjum flokki kallaður. Þá fór svokallaður foringjaleikur fram en það er knattspyrnuleikur starfsmanna gegn úrvalsliði drengja. Um kvöldið var veislukvöldverður og svo veislukvöldvaka í framhaldinu með nokkrum sérstökum veislukvöldvökuliðum. Má þar til dæmis nefna bikaraafhendingu, en þá er viðurkenning veitt fyrir sigra í keppnum, og Sjónvarp Lindarrjóður þar sem sýnd eru myndbrot úr flokknum.
Rútur munu leggja af stað um kl. 16, áætluð heimkoma ekki síðar en 17. Líklegt er að við verðum komin örlítið fyrr.
Nýjar myndir eru komnar inn
Minnum einnig á okkur á facebook
kær kveðja,
Hilmar Einarsson, forstöðumaður