Nú er sjötti flokkur í Vatnaskógi hafinn. Á svæðinu eru 97 drengir og rúmlega tuttugu starfsmenn á öllum aldri.
Foringjar í 6. flokki sem annast dagskrá og umönnun drengjanna eru Páll Ágúst Þórarinsson, Birkir Bjarnason, Ögmundur Ögmundsson, Ísak Henningsson, Benjamín Gísli Einarsson, Gunnar Hrafn Sveinsson, Matthías Guðmundsson og Hans Patrekur Hansson.
Eldhúsi og þrifum er stýrt af Hugrúnu Lenu Hansdóttur en henni til aðstoðar eru Kristín Sigrún Magnúsdóttir, Bergey Flosadóttir, Harpa Vilborg Ragnarsdóttir Schram og Una Kamilla Steinsen. Þess utan verða tveir matvinnungar á svæðinu, ungir framtíðarleiðtogar í starfi KFUM og KFUK sem grípa í hvers kyns verkefni á svæðinu, hvort sem það er aðstoð í gönguferðum, uppvask, smíðar eða skipulag leikja undir umsjón foringja, þeir Kristinn Snær Sigurðsson og Ísak Einarsson. Umsjón með verklegum framkvæmdum hafa Sigurður Jóhannesson og Þórir Sigurðsson. Þá verður Gríma Katrín Ólafsdóttir vinnumaður í flokknum og kemur að ýmsu daglegu viðhaldi.
Yfirumsjón með öllu sem fram fer í Vatnaskógi þessa vikuna er síðan í mínum höndum, ég heiti Halldór Elías Guðmundsson kallaður Elli, en í ár eru 26 ár sumur síðan ég var fyrst starfsmaður í Vatnaskógi og 36 sumur síðan ég var fyrst drengur í flokk.
Ef þú þarft að hafa samband við okkur í Vatnaskógi, er hægt að senda tölvupóst á netfangið elli@vatnaskogur.net.