Unglingaflokkur hófst í gær, þriðjdaginn 2. ágúst, í blíðskaparveðri. Hópurinn samanstendur af tæplega 60 lífsglöðum unglingum. Sumir hafa komið hér áður, jafnvel oft, en margir hér í fyrsta sinn. Gaman er að segja frá því að kynjahlutföllin eru nálægt því að vera jöfn. Gærdagurinn hófst með hópeflisleikjum í íþróttahúsi. Eftir hádegi var svo dagskrá við vatnið – enda gott veður til að vera á vatninu þó vatnið sjálft sé nokkuð kalt sem fyrr. Ýmislegt fleira var í boði í gær, svo sem borðtennismóti, spila- og leikjastund og smíði (tálgun). Tónlistarsmiðjan opnaði líka í gær líka og var mjög vel sótt – og endaði í raun með skemmtilegu tónlistaratriði krakkanna á kvöldvöku. Eftir kvöldmat tóku nokkur hraust ungmenni “Iron-man” undir stjórn Arnars Ragnarssonar, sem fólst í 5 km. Hlaupi, styrktaræfingum og sundi í – já, köldu vatninu. Kvöldvaka var með hefðbundnu sniði, snarkandi arineldur, söngur og leikrit ásamt hugleiðingu út frá orði Guðs. Margir komu í kapelluna í lok dags, en ró var þó komin yfir nær alla upp úr miðnætti, enda margir þreyttir eftir spennu og dagskrá dagsins. Dagurinn í dag fer svo vel af stað. Veður er enn nokkuð gott og hópurinn vaknaði þreyttur, en merkilega fljótur að ná sér á strik. Rétt er að geta þess strax að hópurinn mun koma á Holtaveg nk.sunnudag kl. 14, en ekki 17, eins og áður var kynnt. Nokkrar myndir má sjá hér
kv. Gunnar Þór & Guðm. Karl.