Veðrið hefur leikið við okkur í Vatnaskógi þennan daginn, logn, 10-15 stiga hiti og hálfskýjað, þurrt var að mestu. Að sjálfsögðu var góða veðrið nýtt til hins ýtrasta. Eftir kaffitími fengu drengirnir leyfi til að vaða í vatninu, stökkva út í og synda í kringum bryggjuna. Eyrarvatn er kalt en hér eru margar hetjur semlétu það ekki á sig fá og hoppuðu óhikað út í. Eftir volkið fóru svo allir í heita sturtu. Það voru margir drengir sem höfðu beðið eftir tækifærinu til að hoppa í vatnið.

 

Eins var boðið upp á útileiki í dag, bæði Vatnaskógarútgáfu af Hungurleikum, það sem á það nú kannski eitt sameiginlegt með fyrirmyndini að lokum stendur einn uppi sem sigurverari, en allir hinir óskaddaðir J Eftir kvöldmat var svo boðið upp á hin sívinsæla leik Eina krónu sem margrir foreldrar muna vel eftir úr eigin æsku.

 

Að öðru leyti hafa verið frjálsar íþróttir með hlaupum og spjótkasti, knattspyrna sem ávallt er vinsæl, íþróttahús og smíðastofa.

 

Á dag var fiskur í raspi í hádegimat og ávaxtasúrumjólk í kvöldmat.

 

Á morgun er svo 17. júni og hér verður að sjálfsögðu spennandi dagskrá sem við segjum betur frá á morgun.

 

Allar myndir frá 2. flokki birtast hér.

 

Kv. Þráinn Haraldsson, forstöðumaður