Sjötti flokkur í Vatnaskógi hefst í fyrramálið. Á svæðinu verða tæplega 100 drengir og rétt um tuttugu starfsmenn á öllum aldri. Fyrir foreldra og forráðamenn sem eru ennþá að skipuleggja ferðina og pakka með aðstoð drengjanna, þá eru allar helstu upplýsingar á slóðinni http://www.kfum.is/vatnaskogur/vatnaskogur-upplysingar-fyrir-foreldra-og-forradamenn/
Foringjar í 6. flokki sem annast dagskrá og umönnun drengjanna eru Hans Patrekur Hansson, Ögmundur Ísak Ögmundsson, Dagur Adam Ólafsson, Benjamín Pálsson, Benjamín Gísli Einarsson, Matthías Guðmundsson, Þráinn Andreuson, Gísli Felix og Hjalti Jóel Magnússon.
Eldhúsi og þrifum er stýrt af Ingibjörgu Lóreley Zimsen Friðriksdóttur en henni til aðstoðar eru Gunnhildur Einarsdóttir, Harpa Vilborg, Sara Lind Sveinsdóttir og Hugrún Helgadóttir. Þess utan verða tveir matvinnungar á svæðinu, ungir framtíðarleiðtogar sem grípa í hvers kyns verkefni á svæðinu, hvort sem það er aðstoð í gönguferðum, uppvask, smíðar eða skipulag leikja undir umsjón foringja, þau Salóme Pálsdóttir og Benedikt Guðmundsson. Þá verða Þórir Sigurðsson og Sigurður Jóhannesson í flokknum og koma að ýmsu daglegu viðhaldi á tækjum og húsnæði
Yfirumsjón með öllu sem fram fer í Vatnaskógi þessa vikuna er síðan í mínum höndum, ég heiti Halldór Elías Guðmundsson kallaður Elli, en í ár eru 27 ár sumur síðan ég var fyrst starfsmaður í Vatnaskógi og 37 sumur síðan ég var fyrst drengur í flokk.
Hægt er að smella á nöfn margra starfsmanna í listanum hér fyrir ofan til að fá frekari upplýsingar um viðkomandi starfsmann.
Myndir úr flokknum verða á slóðinni https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157683372473873.
Ef þú þarft að hafa samband við okkur í Vatnaskógi, er hægt að senda tölvupóst á netfangið elli@vatnaskogur.net.