Þá er komið að síðasta deginum í Gauraflokki. Þetta hafa verið viðburðaríkir dagar hjá okkur og hafa flestir fundið sér eitthvað skemmtilegt að gera, reyndar hafa dagarnir liðið allt of hratt. Margir fengu andlitsmálningu í gær og má búast við að einhverjir muni bera þess merki við heimkomu.

Í gær fengum við lambalæri í kvöldmatinn og enduðum með kvöldvöku þar sem veitt voru verðlaun fyrir góða frammistöðu í flokknum. Tvö leikrit voru flutt, annað þar sem strákarnir voru í aðalhlutverki og hitt þar starfsmenn fóru með stórleik á sviðinu. Einnig var sýnt myndband úr flokknum og við fengum að heyra lokapart framhaldssögunnar.

Núna fyrir hádegi verður meðal annars boðið upp á kvikmyndasýningu, báta og smíðaverkstæði.

Við viljum nota tækifærið og þakka fyrir okkur, vonandi koma allir heim með góðar minningar úr Vatnaskógi.

 

Við minnum á að heimkoma er áætluð um kl. 14 í dag á Holtavegi 28.

 

Fyrir hönd starfsfólks Gauraflokks 2018

Ásgeir Pétursson, forstöðumaður