Komið þið sæl, nokkrar fréttir úr Vatnaskógi.
Veðrið: Síðastliðinn sólarhring hefur verið norð- austan vindur og rigning en síðan stytti upp nú morgun og orðið bjart en nokkur vindur ennþá.
Maturinn: Í gær var kjúklingur og franskar og skyr um kvöldið. Í dag var kjötréttur í hádegismat og ilmandi nýbakað brauð og kökur í kaffinu.
Dagskráin: Bátar hafa verið lokaðir síðasta sólarhringinn vegna veðurs en nú verður boðið uppá siglingar á mótorbát fyrir allra áhugasömustu sjómennina. Langstökk og skákmót eru einnig í boði og hin sívinsæla smíðastofa er einnig opin. Síðdegis verður „hermannaleikurinnn“ sem er skemmitlegur eltingaleikur fyrir allan hópinn.
Myndir: Nú bætast nokkrar myndir við Hér eru þær!
með bestu kveðju, Ársæll forstöðumaður.