Það komu hressir tæplega 100 drengir í 5. flokk Vatnaskógar og munu dvelja í Skóginum þessa vikuna.
Foringjar sem annast dagskrá og umönnun drengjanna eru Benjamín Pálsson, Dagur Adam Ólafsson, Benedikt Guðmundsson, Fannar Logi Hannesson, Ögmundur Ísak Ögmundsson, Ástráður Sigurðsson og Þráinn Andreuson. Þeim til halds og trausts eru þeir Baldur Ólafsson, Hannes Guðrúnarson og forstöðumenn flokksins þeir Þór Bínó Friðriksson (starfsmaður síðan 2004) og Ársæll Aðalbergsson (framkvæmdastjóri Vatnaskógar og forstöðumaður síðan 1994).
Eldhúsi og þrifum er stýrt af Hreiðar Erni Zogea Stefánssyni en honum til aðstoðar eru Anna Laufey Halldórsdóttir, Gunnhildur Einarsdóttir, Rebekka Ýr Guðbjörnsdóttir og Þórhildur Einarsdóttir.
Þess utan eru ungir matvinnungar á svæðinu, framtíðarleiðtogar í starfi KFUM og KFUK sem koma sem sjálfboðaliðar og grípa í hvers kyns verkefni á svæðinu, hvort sem það er aðstoð í gönguferðum, uppvask, smíðar, frágangur og tiltekt á svæðinu eða skipulag leikja undir umsjón foringja. Matvinnungar þessa vikuna verða Brynjar Karl Guðmundsson, Guðmundur Tómas Magnússon, Hálfdán Helgi Matthíasson og Rannveig Jónsd.
Þá verða Þórir Sigurðsson og Sigurður Jóhannesson í flokknum og koma að ýmsu daglegu viðhaldi á tækjum og húsnæði.
Við stefnum að því að birta fréttir úr Vatnaskógi hvern dag með helstu upplýsingum um hvað er að gerast í skóginum. Fyrsta frétt og myndir verða birt síðar í dag þriðjudag. Ef þú þarft að hafa samband við okkur í Vatnaskógi, er hægt að senda tölvupóst á netfangið arsaell@kfum.is