Hér eru fréttir dagsins frá Vatnaskógi!
Kvöldvakan í gær: Á kvöldvökunni í gær var leikrit, framhaldsaga auk hugleiðingar – og mikið sungið.
Veðrið: Eftir hádegi skall á blíða logn, bjart og hiti um °13 – frábært veður.
Maturinn í dag: Gullas í hádegismat, í kaffinu voru ilmandi ástarpungar og jógúrtkaka. Í kvöldmat var pylsupartý – þvílík stemming.
Dagskráin: Hinn sívinsæli hermannaleikur var eftir hádegismat. Þá var spilað, stangatennis, skák, körfubolti og að sjálfsögu fótboltinn , íþróttahúsið hefur verið opið og boðið uppá langstökk á atrennu. Framundan á morgun er veisludagur sem er síðasti heili dagurinn og endar hann með veilsukvöldverði og hátíðarkvöldvöku.
Í 5. flokki eru margir að koma í fyrsta sinn og hafa hlotið sæmdarheitið Skógarmenn en Skógarmenn eru þeir sem dvalið hafa í Vatnaskógi í tvær nætur samfell í flokki á vegum Skógarmanna.
NÝJAR MYNDIR! SMELLIÐ HÉR! (ath. eru eitthvað blandaðar við myndir úr öðrum sumarbúðum KFUM og KFUK verður vonandi lagða fljótlega)
Með bestu kveðju, Ársæll og Þór Bínó.