Þriðjudaginn 7. ágúst hófst unglingaflokkur í Vatnaskógi og stóð hann yfir til sunnudagsins 12. ágúst. Unglingaflokkurinn er fyrir 14 -17 ára unglinga af báðum kynjum. Þetta voru miklir dýrðardagar og margt var brallað.
Á dagskrá voru t.a.m. leikir, gönguferðir, gisting undir berum himni og sundlaugarpartý á Hlöðum í Hvalfirði, keppni í ýmsum skrýtnum keppnisgreinum í keppninni Fort-nice og óvissuferð á Akranesi þar sem leynigesturinn Björgvin Franz lét sjá sig. Að sjálfsögðu nutu unglingarnir sín einnig í öllu því sem Vatnaskógur hefur upp á að bjóða; í vatnafjöri, bátsferðum, stangveiði, íþróttahúsinu o.s.frv. Hópurinn í ár var einstaklega góður og skemmtilegur og er gaman að segja frá því að margir töldu þetta hafa verið skemmtilegustu viku ársins.
Fyrir hönd starfsfólksins viljum við þakka formlega fyrir flokkinn og minna jafnframt á endurhitting þann 1. september á Holtavegi 28 (tímasetning verður auglýst síðar). Þar ætlum við að hittast einu sinni í viðbót, borða saman og rifja upp góðar stundir.
Bestu kveðjur,
Guðmundur Karl Brynjarsson
Þorleifur Einarsson
Myndband flokksins:
https://www.youtube.com/watch?v=EIEUIQBp-pw&feature=youtu.be
Ljósmyndir úr flokknum:
https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157698656143921