Í gærkvöldi á kvöldvöku brutum við dagskrána upp með ævintýraleiknum „Flóttinn úr Vatnaskógi“, þar sem drengirnir safna vísbendingum og læðast fram hjá „gæslufólki“ í tilraun sinni til að komast að hliðinu að staðnum. Önnur dagskrá var með hefðbundnara sniði, smíðaverkstæði og bátar, knattspyrna og pool svo fáeitt sé nefnt. Drengirnir voru orðnir mjög þreyttir í lok dags og ákváðum við að vekja þá í dag 30 mínútum seinni en venjulega. Allar líkur er að það muni halda áfram það sem eftir líður flokknum, enda mikil og þétt dagskrá fram á kvöld í dag og á morgun.

Við erum því miður ekki búin að koma neinum myndum á netið enn. Nú stefnum við að því að birta nokkrar ljósmyndir frá 7. flokki á Flickr svæði KFUM og KFUK í lok flokksins. Við höfum þó dregið verulega úr myndbirtingum miðað við fyrri ár, til að vernda og virða rétt drengjanna til einkalífs í samræmi við Evrópureglur um persónuvernd.

Ef þú þarft að hafa samband við okkur í Vatnaskógi, er hægt að senda tölvupóst á netfangið elli@vatnaskogur.net.