Við vöktum örlítið seinna í morgun eða klukkan 9:15. Þá voru næstum allir steinsofandi og fannst erfitt að vakna. Í morgunmatnum var boðið uppá morgunkorn og me´því, svo var haldið út á morgunstund. Þar talaði Hreinn um kærleikan. Í biblíulestinum flettu krakkarnir uppá versunum 1 Kor 13:1 og Litlu biblíunni, Jóh 3:16. Eftir morgunmat var keppt í víðsvangshlaupinu. Þeir sem vildu taka þátt hlupu hringinn í kringinn vatnið sem er 4,2 km. Hlaupið byrjar og endar fyrir framan Gamla skála og þarf að vaða yfir ósa báðum megin. Það er alls ekki á hverjum degi, ekki einu sinni á hverju ári, sem skógarmet er slegið en 2 ára gamalt skógarmet var fellt í dag. 11 ára stúlka hljóp hringinn á rúmri 21 mínútu og fær hún nafnið sitt upp á vegg í andyri matsalsins þar sem hangir listi yfir öll skógarmet. Einnig fær hún heim með sér verðlaunagrip.
Það var yndislegt veður í dag. Smá vindur í morgun en róaðist þegar leið á daginn og það varð blankalogn um kvöldmatarleytið. Sól og blár himin. Bátarnir voru opnir í allan dag, mörgum til ómældrar ánægju. Eftir hádegismat (lasagna og salat) mátti hoppa útí vatnið sem jók enn meira á ánægjuna. Í allan dag var hægt að fara upp í lúgu, á efri hæð íþróttahússins, og keppa í tímaskynskeppni. Þá heldur maður á skeiðklukku, ýtir á start – má ekki horfa á skjáinn – og sá sem ýtir á stopp sem næst 10,00 sek vinnur. Í dag náði sigurvegarinn að stoppa eftir 10,03 sek. Erfiðara en maður heldur. Do try this at home (:
Einnig var keppt í hástökki í dag. Margir þátttakendur og rosa gaman. Í kaffinu voru pizzasnúðar, sjónvarpskaka og kanillengjur. Eftir kaffi voru tveir seinustu leikir Svínadalsdeildarinnar spilaðir. Mikil spenna; ef 3 og 4 borð myndu vinna 5 og 6 borð, þyrfti að vera úrslitaleikur. Það varð þó ekki. 3.borð vann – brjáluð fagnaðarlæti.
Í kvöldmat var kjúklingasúpa snakki sem varð samt eiginlega snakk með smá súpu. Kvöldvaka á sínum stað kl 21:30. Þetta vanalega en núna var líka hæfileikasýning hjá krökkunum sem þau voru búin að æfa fyrir fyrr um daginn. Við fengum að sjá söng og gítarspil, leikrit, lag á píanó, ótrúlegan liðleika ofl. Eftir kvöldvöku röltum við saman upp í Skógarkirkju (rjóður uppi í skógi þar sem er eldstæði og kross/altari). Þar voru foringjar búnir að kveikja bál og allir fengu sykurpúða á priki til þess að grilla. Vakti mikla lukku og gekk vel. Við hlustuðum á framhaldssöguna hans Hreins á meðan krakkarnir innbyrgðu allan þennan sykur. Fórum svo í kvöldkaffi og fengum ávexti og stig fyrir hegðunarkeppnina. Svæfing hefur gengið betur, en ekki skrýtið – við vorum nýbúin að gefa þeim sykurpúða. Allir að sofna uppúr miðnætti.
Við höfum ekki séð lúsmýið í vikunni en í gær kom það í heimsókn, vonandi stutta. Ég hef samt ekki séð né heyrt af neinu barni með mörg bit. Eitt og eitt barn með 2-3 bit, ekkert til þess að skrifa um í rauninni.
Veisludagur á morgun (þri). Vonandi gengur restin af dvölinni jafn vel og hún hefur gegnið hingað til, þá sækið þið mjög glöð börn á miðvikudaginn (:
Nýjar myndir komnar inn (: getið klikkað hér.