Veisludagur í dag (þri). Vakning kl 9:30 þar sem við fórum svolítið seint að sofa í gærkvöldi. Kakó og brauð með áleggi í morgunmat. Á morgunstundinni, eftir fánahyllinguna, fjallaði Hreinn um „Ábyrgð okkar“ og í biblíulestrinum flettu borðin upp á versunum Matt 7:12, 28:16 og Fil 4:4. Eftir það var keppt í Brekkuhlaupinu (ca 2 km), þar sem krakkarnir leggja af stað frá Gamla skála, hlaupa upp að hliðinu okkar og aftur til baka. Frekar brött brekka upp og svo flýgur maður niður hana. Aftur sló sama stelpan skógarmet. Hún hljóp hlaupið á rúmum 10 mínútum. Mjög góður tími. Nú er þessi flokkur fjórði flokkurinn í sögu Vatnaskógar þar sem stelpur á aldrinum 11-13 ára geta verið þátttakendur. Í mörg ár hefur verið unglingaflokkur sem er fyrir 14-17 ára stelpur og stráka. Án þess að gera lítið úr tímunum hennar (þeir eru mjög góðir og munu að öllum líkindum standa í mörg ár) þá eru ekki margar stúlkur búnar að reyna við þessar greinar á undan henni. Í strákaflokknum standa enn næstum ósláanleg met, það elsta frá árinu 1965. Það gerist ekki á hverju ári sem að strákamet er fellt.
Í hádegismat var brauð og ávaxtasúrmjólk; jarðaberjasúrmjólk með bönunum, eplum og súkkulaðispænum. Mjög vinsæl og barn sem hefur komið hingað áður sagði „Loksins! Ég hélt að ég færi heim á þess að fá ávaxtasúrmjólk“. Eftir mat var keppt í stangatennis, boðið upp á báta og að hoppa útí vatnið. Einnig buðum við upp á Kubb (víkingaspilið) í góða veðrinu. Í kaffinu var skúffukaka með grænu kremi og kryddbrauð með smjöri og osti. Í lok kaffitímans var svo foringjaliðskynning. Það var ss búið að velja helstu fótboltaáhuga krakkana í 3 lið (sem voru tilkynnt fyrr í kaffinu) til þess að keppa við foringjana í fótbolta. Búið var að undibúa stutta kynningu um hvern og einn foringja sem hljóp svo um matsalinn við háa tónlist og mikil fagnaðarlæti. Beint eftir kaffi spiluðum við starfsfólkið við krakkana. 3 hálfleikir þar sem það voru 3 lið, æsispennandi, jafn leikur sem endaði 6-7 fyrir okkur.
Eftir leikinn fóru allir í sturtu og gerðu sig sæta og fína því að kl 19 var veislumatur; lambalæri, kartöflugratín, salat og gosdós. Í beinu framhaldi var svo veislukvöldvakan. Bikaraafhendingar, nokkur leikrit, endirinn af framhaldssögunni, Sjónvarp Lindarrjóður, hugleiðing og lög. Heppnaðist mjög vel. Kvöldkaffi eftir kvöldvöku, kex og mjólk. Seinasta svæfingin gekk ágætlega, allir orðnir mjög þreyttir og ekki lengi að sofna. Sofum aðeins lengur í fyrramálið svo að þið sækið ekki drauga í rútuna á morgun.
Myndir á netinu, endilega kíkja á þær! segja meira en þúsund orð.