Framundan veisludagur í Vatnaskógi. Að morgni dags verður boðið upp á brekkuhlaup, sem er 1.6 km hlaup upp að hliðinu að staðnum. Eftir hádegi verður drengjunum boðið upp á fjölbreytta dagskrá með frjálsum íþróttum, hægt verður að spila körfubolta í íþróttahúsinu, smíðaverkstæðið verður opið, málmleitartækin verða til staðar og margt fleira.
Síðar í dag verður knattspyrnuleikur milli drengja og foringja, smíðaverkstæði og bátar verða í boði, heitu pottarnir verða opnir eftir kl. 16:30 og drengirnir verða hvattir til að fara í sturtu og snyrtilegri föt. Loks hefst veislukvöld kl. 18:30. Boðið verður upp á dýrindismat, drengirnir taka við viðurkenningum fyrir árangur í þeim fjölda móta sem eru í gangi í hverri viku, Sjónvarp Lindarrjóður verður með útsendingu, lokakafli framhaldssögunnar verður lesin og margt fleira.
Öðru hvoru nefna foreldrar við mig að þeir vildu óska þess að þau gætu komið upp í Vatnaskóg og kynnst staðnum sem hefur jafn stóran sess í hjarta barnanna þeirra og raun ber oft vitni. Mig langar af þeim sökum að benda á að fjölskyldur hafa tækifæri til að koma saman í fjölskyldu-, feðga- og feðginaflokka í Vatnaskógi nokkrum sinnum á ári.
Ef þú þarft að hafa samband við okkur í Vatnaskógi, er hægt að senda tölvupóst á netfangið elli@vatnaskogur.net.
Hægt verður að sjá örfáar ljósmyndir frá 10. flokki á Flickr svæði KFUM og KFUK. Slóðin á myndasafnið er: https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157710165292852