Það er stór dagur framundan í Vatnaskógi í dag. Eftir hádegi kemur skemmtigarðurinn í Vatnaskóg með Bubblebolta og Lazer Tag. Bubbleboltinn verður út á stóra fótboltavelli og Lazer Tag verður inn í skógi. Mjög spennandi. Eftir Kaffitímann munum við allir fara í gönguferð sem endar í sundi á Hlöðum í Hvalfirði. Það stefnir í hefbundna dagskrá eftir kvöldmat en eftir kvöldhressingu verður Brennómót inni í íþróttasal. Það verður keppni milli borða. Þegar borðið þitt er dottið úr leik þá má fara að sofa. Það gæti ringt á okkur í dag en Theodór Freyr Hervarsson, fremsti veðurfræðingur okkar Íslendinga, sagði mér að það yrði í lágmarki. Þar sem það er mikið að gera í dag ætlum við að sofa aðeins lengur á morgun, hlaða batteríin fyrir Veisludaginn.
Nýjar myndir komnar inn.
Matseðill
Morgunmatur: Nýbakaðar bollur, álegg og rjómalagað kakó.
Hádegismatur: Vínarsnitzel með bökuðum kartöflum, brúnni sósu og salati.
Kaffitími: Súkkulaðikaka, New York smákökur (Alls ekkert smáar) og ávextir.
Kvöldmatur: Grillaðar pylsur!
Kvöldhressing: Ávextir og kex.
Hreinn Pálsson – Forstöðumaður