6.flokkur – Dagur 1

Í dag komu um 100 drengir í Vatnaskóg. Hér er frábært veður, sól og 16 stiga hiti. Þegar að drengirnir komu hingað byrjuðu þeir á því að velja sér borð í matskálanum til þess að sitja við, borð 1 til 7. Við hvert borð er borðforingi sem annast drengina og hefur gott eftirlit með þeim. Eftir kaffitíma opnuðum við vatnið og buðum upp á vatnafjör. Strákarnir voru mjög ánægðir með það. Á milli matartíma bjóðum við annars upp á almenna dagskrá eins og t.d. báta, smíðaverkstæði, knattspyrnu, íþróttahús, útileiki og fleira. Drengirnir eru hressir og skemmtilegir og duglegir að finna sér eitthvað að gera.

Matseðill

Hádegismatur: Ítalskar kjötbollur með sósu, salati og kartöflumús.

Kaffitími: Skúffukaka og nýbakaðar bollur með áleggi.

Kvöldmatur: Sveppasúpa með nýbökuðu brauði og viðeigandi áleggi.

Kvöldhressing: Ávextir og kex.

Starfsfólk

Foringjar sem annast dagskrá og umönnun drengjanna eru þeir:

Hreinn Pálsson – Forstöðumaður

Benedikt Guðmundsson – Bátaforingi

Gunnar Hrafn Sveinsson – Bátaforingi

Davíð Guðmundsson – Birkiskálaforingi

Jóel Kristjánsson – Innileikjaforingi

Hjalti Jóel Magnússon – Frjálsíþróttaforingi

Jakob Viðar Sævarsson – Knattspyrnuforingi

Friðrik Páll Ragnarsson Schram – Alhliðaforingi

Gabriel Einarsson – Útileikjaforingi

Eldhúsi og þrifum í Vatnaskógi stýrir Valborg Rut Geirsdóttir. Henni til aðstoðar eru, Birna Júlía Björnsdóttir, Ása Hrönn Magnúsdóttir, Fannar Logi Hannesson og Úlfar Darri Lúthersson.

Þess utan eru ungir aðstoðarforingjar á svæðinu, framtíðarleiðtogar í starfi KFUM og KFUK, sem koma sem sjálfboðaliðar og ganga í allskonar verkefni á svæðinu, hvort sem það er aðstoð í gönguferðum, uppvask, smíðar, frágangur og tiltekt á svæðinu eða skipulag leikja undir umsjón foringja. Aðstoðarforingjar þessa vikuna eru þeir Sindri og Tristan.

Þá eru þeir Magnús Fjalar Guðmundsson og Þórir Sigurðsson í flokknum og koma að ýmsu daglegu viðhaldi á tækjum og húsnæði.

Ef það eru einhverjar spurningar þá er símatími forstöðumanns á milli 11 og 12 alla daga. Inn á þessa síðu munu svo koma myndir úr flokknum.

Meira síðar!

Hreinn Pálsson – Forstöðumaður

_MG_6616