Það er að koma að lokum hér hjá okkur í 7.flokki. Þetta er búið að vera frábær flokkur, skemmtilegir drengir. Það var geggjað að fá Rúrik Gíslason hingað í Vatnaskóg. Hann spilaði foringjaleikinn við drengina og óhætt að segja að strákarnir elskuðu hverja einustu mínútu af leiknum, ekki slæmt að máta sig við Rúrik Gíslason.
Eftir hádegismat förum við að pakka. Því næst förum við í hópleiki og svo er lokasamvera í Gamla skála.
Kaffitími er klukkan 15:00 og brottför frá Vatnaskógi klukkan 16:00. Áætluð koma í bæinn er klukkan 17:00.
Matseðill
Morgunmatur: Morgunkorn og súrmjólk.
Hádegismatur: Vatnaskógar Pizza.
Kaffitími: Kleinuhringir með dönsk-ættuðum súkkulaðiglassúr og ís.
Nýjar myndir frá Veisludeginum komnar inn!
Hreinn Pálsson – Forstöðumaður