Dagarnir líða hratt, og í gær var veisludagur hér hjá okkur í Vatnaskógi. Á veisludegi er alltaf nóg að gera og voru hápunktar dagsins tveir:
Annars vegar er það leikur sem heitir orrusta þar sem hópnum er skipt í tvo lið og fengu óteljandi létta pappírsbolta til að hitta einhver í hinu liðu og skjóta þá þannig úr síðan var í boði að skella sér í heitu pottana á eftir.
Hins vegar var það veislukvöldvakan en á henni var farið í leiki, séð tvo leikrit, heyrum lokin á framhaldssögunni, afhendum drengjunum bikara fyrir afrek þeirra, sjáum sjónvarp Lindarrjóður og margt fleira.
Drengirnir eru væntalnlegir með rútunni um kl. 17:00 á Holtaveg.
Verðrið: Í gær var smá rigning en ágætis veður, dag fimmtudag er komin sól en smá vindur úr norð- austri
Nokkrar myndir frá gærdeginum
Matseðill í gær
Morgunmatur: Kakó og brauð.
Hádegismatur: Skyr og nýbakað brauð með áleggi.
Kaffitími: kanellengjur, brauðbolla og kaka.
Kvöldmatur: Hamborgarar og franskar.
Kvöldhressing: Ávextir og kex.
Matseðill í dag
Morgunmatur: Kornflex, cheerios ofl.
Hádegismatur: Pizza
Kaffitími: Kleinuhringir, bananabrauð og ís.