Í gær hélt fjörið áfram hjá okkur í Vatnaskógi. Það hefur verið mikið stuð hjá okkur og var öllu tjaldað til við vatnið í gær. Dregið var á tuðrunni og strákarnir fengu blautbúninga og fengu að vaða í vatninu. Flestir voru mjög sáttir við þetta og eyddu sumir töluverðum tíma við vatnið. Pottarnir voru einnig opnaðir og voru margir ánægðir með það.

Nú í morgun fengum við heitt súkkulaði og nýbakað brauð í morgunmat. Á meðan drengirnir kláruðu að borða var stutt fræðsla og sögustund.

Dagskráin verður ekki af verri endanum í dag og er búið að opna smíðaverkstæðið þar sem hægt er að hanna og búa til hluti. Listasmiðjan er á sínum stað, þar verður meðal annars slímgerð. Einnig er boðið upp á ævintýraferð um skóginn, sem eflaust einhverjir eru spenntir fyrir. Íþróttahúsið stendur fyrir sínu og þar verða hoppukastalar og fleira.

 

Bestu kveðjur úr Skóginum

Ásgeir Pétursson, forstöðumaður