Við vöktum drengina klukkan 9:00 í morgun, aðeins seinna en venjulega. Veisludagar eru oft aðeins lengri en hefðbundnir dagar í Vatnaskógi þannig að það er fínt að sofa örlítið lengur.
Í dag gerum við vel við okkur í mat, drykk og dagskrá. Eftir kaffitímann er foringjaleikurinn í fótbolta. Þá skorum við foringjarnir á drengina í fótbolta. Við skiptum þeim upp í tvö lið, stjörnulið og draumalið, og spila liðin sitthvorn hálfleikinn. Kvöldvakan í kvöld verður glæsileg. Það verður sungið, við munum heyra lokahlutann í frammhaldssögunni, sjáum nokkur leikrit og svo auðvitað Sjónvarp Lindarrjóður. Mikil gleði og spenna hjá drengjunum.
Núna eftir morgunstund verður boðið upp á brekkuhalup. Það er hefð fyrir því að hafa brekkuhlaup á Veisludegi.
Matseðill
Morgunmatur: Morgunkorn og súrmjólk
Hádegismatur: Plokkfiskur par excellence
Kaffitími: Súkkulaðikaka, bananabrauð og ávextir
Kvöldmatur: Léttbankaðar Vínarsnitzelsneiðar með brúnni sósu, bökuðum kartöflum, salati, maís og grænum baunum, rauðkál og og gos í bauk.
Kvöldkaffi: Ávextir og kex
Veisludagsmyndirnar koma inn reglulega.
Hreinn Pálsson – Forstöðumaður