Fyrsti dagurinn

Það mættu hér um 100 börn í Vatnaskóg og munu þau dvelja hér í sveitasælunni til 22.júlí. Þegar börnin komu á staðinn fundu þau sér borð inn í matskála sem varð þeirra heimaborð. Við hvert borð er borðforingi sem að sinnir börnunum og hefur gott eftirlit með þeim. Allir fengu síðan sín herbergi og var öllum herbergja óskum komið til skila. Veðrið lék við okkur í gær og voru allir úti mest allan tímann. Mikið fjör var á bátum og var vel tekið í alla dagskrá sem var í boði sem og útileiki, ýmsum greinum í frjálsum í þróttum, vinabandagerð, smíðaverkstæðinu og fótbolta.
Ekki má gleyma þeirri gömlu góðu klassík í Vatnaskógi, kvöldvöku að hætti Skógarmanna þar sem að börnin sungu hástöfum, voru einstaklega sokkin í framhaldssöguna þegar henni lauk, tóku þátt í leikjum, horfðu á leikrit og hlustuðu á hugleiðingu. Eftir kvöldvöku var síðan kvöldkaffi þar sem að börnin fengu sér nýskorna ávexti og undirbjuggu sig við að fara út að leita að borðforingja sínum sem hafi falið sig einhversstaðar á svæðinu. Mikil spenna, mikil gleði og mikill hlátur var einkennandi.

Dagurinn hljómaði og börnin líka. Fyrsta fétt að koma smá seint inn en það er bara einungis vegna gleði, grín og glens í hópnum. Takk fyrir að treysta okkur fyrir

Matseðill

Hádegismatur: Svikinn héri með brúnni sósu, kartöflumús og einstaklega girnilegu salati
Grænmetiskostur: Sérútbúinn grænmetisréttur fyrir grænkera flokksins

Kaffitími: Hjónabandssæla, brauðbollur og ávextir.

Kvöldmatur: Ávaxta súrmjólk og brauðbollur. Fyrir þá sem að kusu mat án mjólkurafurða fengu jarðaberjagraut.

Kvöldkaffi: Ávextir

Starfsfólk

Foringjar sem annast dagskrá og umönnun barnnanna eru þau:

Jakob Freyr Einarsson – Knattspyrnuforingi

Pétur Bjarni – Bátaforingi

Ísak Jón Einarsson – Alhliðaforingi

Sverrir Hákon Marteinsson – Alhliðaforingi

Davíð Guðmundsson – Smíðaforingi

Sigríður Sól Ársælsdóttir – Útileikjaforingi

Eva Sigurðardóttir – Frjálsíþróttaforingi

Kristrún Lilja Gísladóttir – Innileikjaforingi

 

Þeim til halds og trausts eru forstöðufólkið Tinna Dögg Birgisdóttir, Gunnar Magnús Sandholt og Bogi Benediktsson.

Eldhúsi og þrifum í Vatnaskógi stýrir matráðurinn Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson. Honum til aðstoðar eru Gunnar Hrafn Sveinsson, Dagný Guðmundsdóttir, Marta Karítas Ingibjartsdóttir og Birta Líf Hannesdóttir.

Ekki má gleyma þeim dugnaðar hópi aðstoðarforingja Svanhildur Reynisdóttir, Ásgerður Erla og Elísabet Árnadóttir sem leggja sig gríðarlega fram við allskyns verkefni á svæðinu, hvort sem það er við frjálsaríþróttir, uppvask, spjall við börnin eða hvað annað

Þá er Þórir Sigurðsson í flokknum en hann kemur að ýmsu daglegu viðhaldi á tækjum og húsnæði.

Ef það eru einhverjar spurningar þá er símatími forstöðumanns á milli 11 og 12 alla daga.
S: 433-8959.

Myndir úr flokknum koma síðan inn á þessa síðu.

 

Beint í næstu frétt!

Tinna Dögg Birgisdóttir, forstöðumaður.