Í dag er veisludagur hér í Vatnaskógi. Við munum gera vel við okkur í mat og dagskrá. Það er hefðbundin veisludagsdagskrá í boði í dag. Þá ber helst að nefna foringjaleikinn í knattspyrnu og veislukvöldvökuna. Þetta eru stóru dagskráliðirnir í dag. Á kvöldvökunni munu úrslit ráðast í keppninni um frjálsíþróttamann flokksins og biblíubikarinn, án efa tveir stærstu titlarnir í boði í flokknum.

Það var svo margt sem við gerðum í þessum flokki. Ég mæli með því að þið spyrjið börnin ykkar hvað stóð upp úr, talið við þau fekar en að lesa um það hér. Þau segja miklu betur frá því.

Brottför

Þetta er búið að vera frábær flokkur, yndislegir unglingar og frábært starfsfólk.

Aðeins um brottfarardaginn. Það eru brottför frá Vatnaskógi beint eftir síðbúinn hádegisverð eða klukkan 14:00. Áætluð koma í bæinn er 15:00 að Holtavegi 28. Þeir sem ætla að sækja þátttakendur í Vatnaskóg eru vinsamlegast beðnir um að láta vita í síma 433-8959.

Nýjar myndir eru komnar inn.

Þetta er síðasta færslan frá unglingaflokki 2021. Við sem störfum í Vatnaskógi erum þakklát fyrir það traust sem foreldrar sína okkur með því að senda börn sín í sumarbúðir og tökum það traust alvarlega. Það er og metnaður okkar sem störfum í Vatnaskógi að gera gott starf enn betra. Ef þú hefur ábendingar, athugasemdir eða vilt hafa samband við okkur hér í Vatnaskógi í tengslum við unglingaflokk getur þú sent tölvupóst á arsaell@kfum.is eða haft samband við skrifstofu KFUM og KFUK í Reykjavík, sími 588 8899.

Hreinn Pálsson – Forstöðumaður

Vatnaskógur Unglingaflokkur