Helgina 3. – 5. sept. verður karlaflokkur í Vatnaskógi, ætlaður karlmönnum á aldrinum 17-99 ára.
Tilgangur helgarinnar er að styrkja líkama, sál og anda. Líkaminn er styrktur með þátttöku í íþróttum, gönguferðum og vinnu fyrir Vatnaskóg. Andinn og sálin eru styrkt með erindum, biblíufræðslu, bænastundum, kvöldvöku og guðsþjónustu.
Verð á Heilsudaga karla er kr. 14.900.
Hægt er að ganga frá skráningu hér:
https://sumarfjor.is/Slot.aspx?id=1669
eða í síma 588-8899.

Föstudagur 3. september
15:15 Golfmót „VATNASKÓGUR OPEN“ Leikið verður á Brautarholti Goflvelli GBR.(fyrir þá sem vilja).
Umsjón: Ársæll Aðalbergsson
19:00 Léttur kvöldverður
20:00 Erindi: „Hverjum er það að kenna að veðrið er svona vont?“
Halldór Björnsson veðurfræðingur
21:30 Frjáls tími
22:00 Kvöldhressing
22:30 Guðsorð fyrir svefninn
Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson
23:00 Bænastund í kapellu
Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson
23:30 Gengið til náða
Laugardagur 4. september
08:00 Vakið
08:20 Morgunteygjur og fánahylling
08:30 Morgunmatur
09:00 Biblíufræðsla: „Sköpun og óreiða“
sr. Kristján Valur Ingólfsson, fyrrv. vígslubiskup
10:00 Vinna fyrir Vatnaskóg
11:00 „Ellefukaffi“
12:00 Matur
12:30 Höllun
13:00 Vinna fyrir Vatnaskóg
15:30 Kaffi
16:00 Fótboltaleikur á íþróttavelli, slökun í heitupottunum, veiði
á vatninu ofl.
19:00 Hátíðarkvöldverður
20:30 Hátíðarkvöldvaka
Stjórnun: sr. Guðmundur Karl Brynjarsson
Leikrit: Villiöndin
Vatnaskógur í 100 ár – drög að bók: Gunnar J. Gunnarsson
Sverris Axelssonar minnst: Ársæll Aðalbergsson og Páll
Skaftason
Myndband við lagið „Upp í Vatnaskóg“
Tónlistaratriði: Hressir Skógarmenn rifja upp
gleymdar Skógarmannaperlur
Hugleiðing: sr. Jón Ómar Gunnarsson
Undirleikur: Bjarni Gunnarsson
22:30 Kvöldkaffi
23:15 Bænastund í kapellu sr. Jón Ómar Gunnarsson

Sunnudagur 5. september
09:00 Vakið
09:20 Morgunteygjur og fánahylling
09:30 Morgunmatur
10:30 Rútuferð til kirkju
11:00 Guðsþjónusta í Hvanneyrarkirkju
Sr. Hildur Hörpudóttir prestur í Reykholti
12:30 Matur
13:15 Heimför
* Á föstudeginum er í boði golfmót fyrir áhugasama. Leikið verður á glæsilegum velli á Brautarholti – Goflvelli GBR. Leiknar verða 9 holur. Tilkynna þarf sérstaklega ef menn hyggjast taka þátt í mótinu hjá: arsaell@kfum.is eða í síma 899-7746. Vallargjald greiðist á staðnum.

Vinna í þágu Vatnaskógar – dæmi um verkefni:
1. Lokahnykkur í smíði áhorfendapalla bak við Birkiskála – takið
skrúfvélarnar með!
2. Grisjun meðfram girðingunni umhverfis svæðið – takið
keðjusagirnar með!
3. Umhverfisfegrun í kringum Birkiskála
4. Fjarlægja illgresi af hlaupabraut
5. Laga pramma
6. Bera á kringlukastsbúr og koma fyrir nýju neti við það?
7. Smíða færanlega skjólgirðingu úr gamalli girðingu við
Matskála og koma fyrir á Vesturflöt
8. Klippa greinar frá slóða ofan íþróttasvæðis
9. Klippa marg-toppa grenitré
10. Höggva eldivið
11. Tína rusl
12. Hreinsa þakrennur
13. Tiltekt og þrif í setustofu Gamla skála