Þá er komið að lokum hjá okkur að þessu sinni ogkoma drengirnir heim í dag ca. kl. 15.00. Rútan kemur að Holtavegi 28 og verður t.a.m. hægt að vitja óskilamuna strax og rútan stöðvast. Flokkurinn hefur gengið vel og þrátt fyrir erfitt veðurútlit rættist ágætlega úr veðrinu. Við fengum einn slæman dag, en annars hefur veðrið verið nokkuð gott og smá vindur. Það er ágætt að hafa smá rok því það heldur flugunni í skefjum. Einhverjir drengjanna hafa fengið lúsmýsbit, en fæstir hafa orðið fyrir miklum óþægindum. Í dag verður stutt dagskrá eftir morgunmat, en áður munu foringjarnir aðstoða drengina við að pakka og vitja óskilamuna. Það er okkar hófsama mat að drengirnir hafi skemmt sér vel og eignast góðar minningar og góða vini. Það er mikilvægast í okkar huga og þökkum við foringjarnir kærlega fyrir okkur og vonum að drengirnir hafi notið dvalarinnar.
Með kveðju,
Jón Ómar Gunnarsson, jon.omar.gunnarsson@gmail.com
Jón Ómar Gunnarsson, jon.omar.gunnarsson@gmail.com
Þráinn Haraldsson, thrainn.haraldsson@gmail.com
Forstöðumenn 6. flokks 2022
Forstöðumenn 6. flokks 2022