Það hafa sannarlega verið viðburðarríkir dagar í Vatnaskógi. Fréttir síðusta sólarhringinn hafa væntanlega ekki farið fram hjá neinum en aðfararnótt 15. júní fór fram mikil leit að dreng sem ekki var í rúminu sínu við eftirlit í skálanum. Sendur var póstur á alla foreldra í gær, en ég vil bara árétta að drengurinn fannst í skálanum áður en aðrir drengir vöknuðu og því urðu þeir lítið varir við allt umstangið. Þegar þeir komu í morgunmat var allur viðbúnaðir farin af staðnum og þeir fengu allir að heyra söguna um hvað hefði gengið á um nóttina.
Um morgunin kom svo Felix Bergsson og tökuteymi frá RÚV í heimsókn en þau voru að taka upp fyrir sjónvarpsþátt sem sýndur verður í haust. Þetta var skemmtileg heimsókn og þau tóku upp mikið af efni og vonandi birtist eitthvað af því í þættinum.
Veðrið í hefur leikið við okkur alveg síðan drengirnir komu, hér hefur verið góður hiti, það er léttskýjað og sólin lætur sjá sig með reglulegu millibili, þá er nær algjört logn og það er sko ekki á hverjum degi! Það hefur því verið lögð áhersla á útiveru og vatnið hefur verið í aðalhlutverki. Boðið hefur verið upp á að leika og synda í vatninu undir eftirliti foringja, bátarnir hafa sömuleiðis verið vinsælir, sem og knattspyrna og ýmsir leikir útivið.
Veðrið heldur áfram að leika við okkur í dag, veisludag sem síðasti dagur fyrir brottför. Við munum nýta daginn til útiveru og í kvöld er svo hátíðarkvöldverður og veislukvöldvaka.
Á morgun 17. júni verður morgundagskrá sem helguð er þjóðhátíðardeginum.
Brottför frá Vatnaskógi er kl. 14:00, áætlað er að rúturnar komi á Holtaveg 28 kl. 15:00.
Þá erum við líka loks búin að setja inn myndir frá flokknum og það bætast við fleiri í dag. Myndirnar má sjá hér