Frábær ylmur bauð strákana góðan daginn í morgun þar sem það var kakó með brauðinu í morgunmatnum. Í daf er Veisludagur og annar dagurinn hjá drengjunum sem gerir þá að skógarmönnum sem á við alla sem hafa gist tvær nætur í Vatnaskógi. Í kvöld tekur við veislu kvöldverður og veislukvöldvaka þar sem veittir verða bikarar fyrir hinar alskins keppnir. Veðrið hefur ekki beint leikið við okkur en bátarnir hafa verið lítið notaðir vegna þess en strákarmir eru fljótir að grípa í hina dagskráliðina.
Matseðillin í dag hefur ekki verið af verri endanum en það var grjónagrautur í hádeginu, smákökur og kökusneiðar í kaffinu og í kvöldmat verður svínasnitsel.
Símatími verður á morgun milli 11 og 12 en ef það á að sækja drengi í Vatnaskóg sem voru skráðir í rútu þá má hringja fyrir það og láta vita.
Pétur Bjarni forstöðumaður