Drengirnir voru vaktir 9:00 í morgun, morgunmatur var 9:30 og morgunstund 10:00. Í kvöld er svo kvöldvaka með leikriti, framhaldssögu, hugleiðingu og söng. Við byrjum daginn saman, við endum daginn saman, þannig er það.
Það hefur verið mikið að gera hjá okkur hér í Vatnaskógi. Við fórum í Dodgeball keppni milli borða eftir kvöldkaffi á degi 1. Í gær lögðum við áherslu á vatnafjörið og á kvöldvökunni frumsýndum við nýja Vatnaskógar stuttmynd, óhætt er að segja að við fengum góð viðbrögð við myndinni. Í dag verður boðið upp á almenna dagskrá sem og vatnafjör þar sem veðrið er mjög gott. Boðið verður upp á TED TALK en við erum með frábæra fyrirlesara í starfsliðinu sem munu halda utan um það. Hið árlega víðavangshlaup verður í dag. Þetta er alltaf hörð keppni, engin spurning, en fyrst og fremst frábær íþrótt.
Á morgun kemur Lazer-Tag en það verður í boði á kapelluflötinni og í skóginum þar hjá. Einnig verður boðið upp á að labba upp á Kambinn en það er fjallið á móti Vatnaskógi. Þetta og margt fleira framundan hér í Vatnaskógi.
Við í Vatnaskógi fögnum alltaf 3. degi hvers flokks sérstaklega og lítum á þau sem ákveðin tímamót, því að þeir sem eru að koma í fyrsta skipti í Vatnaskóg teljast nú til Skógarmanna, en til þess þarf maður að dvelja tvo sólarhringa í dvalarflokki í Vatnaskógi.
Til hamingju Skógarmenn!
Matseðill – í dag
Morgunmatur: Heitt súkkulaði, brauð og álegg
Hádegismatur: Lambalæri, kartöflumús, sósa og salat
Kaffitími: Súkkulaðikaka, smákökur og skinkuhorn
Kvöldmatur: Grjónagrautur
Kvöldkaffi: Ávextir
Matseðill – í gær
Morgunmatur: Morgunkorn og súrmjólk
Hádegismatur: Steiktur fiskur, kartöflur, sósa og salat
Kaffitími: Sjónvarpskaka, döðlubrauð og kanillengjur
Kvöldmatur: Pylsupasta og hvítlauksbrauð
Kvöldkaffi: Mjólk og kex
Matseðill – á morgun
Morgunmatur: Morgunkorn og súrmjólk
Hádegismatur: Fiskibollur, hrísgrjón og karrýsósa
Kaffitími: Gulrótarkaka, pizzasnúðar og kókoskúlur
Kvöldmatur: Prótein skyr og kolvetnabrauð
Kvöldkaffi: Ávextir
Myndir, myndir, sagði einhver myndir?
Hreinn Pálsson – forstöðumaður