Sumarbúðablað KFUM og KFUK með upplýsingum um dvalarflokka sumarið 2022 er komið út og er dreift með Fréttablaðinu. Skráning í sumarbúðir félagsins hefst fimmtudaginn 3. mars. Skráning í Vatnaskóg hefst kl. 11:00, Vindáshlíð kl. 12:00 og loks í aðrar sumarbúðir og á leikjanámskeið kl. 13:00. Einungis er boðið upp á skráningu hér á vefnum.