Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

Skógarvinir og Hlíðarvinir

Höfundur: |2019-10-11T14:21:37+00:0015. janúar 2009|

Skógarvinir og Hlíðarvinir eru deildir fyrir 12 - 14 ára krakka sem dvalið hafa í Vatnaskógi og Vindáshlíð. Í hvorum hóp geta verið 30 krakkar. Hóparnir hittast 4 - 6 sinnum á misseri, borða saman og taka þátt í spennandi [...]

Flokkaskrár sumarbúðanna komnar á netið

Höfundur: |2019-10-11T14:21:37+00:0015. janúar 2009|

Gleðilegt nýtt ár. Nú eru flokkaskrár sumarbúðanna í Vatnaskógi, Vindáshlíð, Ölveri og Hólavatni komnar á netið og flokkaskrá Kaldársels er væntanleg á allra næstu dögum. Verð í sumarbúðirnar verður birt í febrúar og starfsmannalistar fljótlega í mars. Skráning í sumarbúðirnar [...]

Nýr matsalur í Vatnaskógi – frétt úr Morgunblaðinu

Höfundur: |2019-10-11T14:21:37+00:0024. september 1965|

Morgunblaðið - Föstudaginn 24. september 1965 AKRANESI, 23. sept. — Hið stórglæsilega hús Skógarmanna í Vatnaskógi, sem byrjað var að byggja í vor á fjórða hundrað fermetra grunni í Lindarrjóðri, er nú fokhelt alveg á réttum, og þykir vel að verið. Í húsinu er 130 manna matsalur, [...]

Fara efst