Almennar upplýsingar

Almennar upplýsingar

Þjónustumiðstöð
Þjónustumiðstöð opin frá 9:00 – 24:00
Sjoppa/verslun opin frá 9:00 – 24:00
Morgunverðarhlaðborð frá 9:00 – 10:30
Heitur matur í hádeginu frá 12:00 – 13:00
Grill til afnota fyrir alla frá 18:00 – 20:00

Afþreying og leiktæki
Bátar til útláns frá 10:00 – 20:00
Hoppukastalar opnir frá 11:00 – 20:00
Leiktæki í íþróttahúsi opin frá 10:00 – 22:00

Reglur á Sæludögum
Neysla og meðhöndlun áfengis og annara vímuefna er óheimil og varðar brottrekstri af svæðinu.
Óheimilt að vera með hunda eða önnur dýr innandyra, vinsamlega sýnið tillitssemi, hafið í bandi.
Vatnaskógur er friðlýst skógræktarsvæði. Göngum vel um svæðið.
Óheimilt er að leggja bílum á tjaldsvæðum.
Sýnum tillitssemi og nærgætni í öllum samskiptum.

Miðasala
Miðsala fer fram inn á Klik.is og hefst 1. júlí kl. 12:00
Nánari upplýsingar má inná á Vatnaskogur.is

Við opnum á miðvikudeginum:
Heimilt er að koma gistieiningum (tjöldum, fellihýsium og hjólhýsum) fyrir á miðvikudegi á milli 19:00 og 21:00.
Ekki er í boði að gista.
Verð fyrir slíka þjónustu er kr. 2.000.-

Verð á Sæludaga 2025
Helgarpassi fyrir 18 ára og eldri kr. 13.900.-
Helgarpassi fyrir 12 til 17 ára kr.8.500.-
Dagspassi fyrir 18 ára og eldri kr. 7.500.-
Dagspassi fyrir 12 til 17 ára. kr. 4.500.-
Frítt fyrir 11 ára og yngri.
Rafmagn f. alla helgina kr.5.000.-

Tjaldsvæði
Tjaldsvæði eru á staðnum og innifalin í verði.
Boðið er upp á að tengjast rafmagni.
Verð fyrir afnot af rafmagni er kr. 5.000.-.- fyrir alla helgina.
Óheimilt er að geyma bifreiðar á tjaldsvæðum yfir helgina.
Ró eftir kl. 24:00 á öllum tjaldsvæðum.

Bílastæði
Flest bílastæði eru vestan við íþróttavöllinn á malarvelli,
einnig er hægt að leggja bílum
meðfram vegi (sjá á korti).
Vinsamlegast
leggið bílum ekki fyrir akstursleiðum.

Matskálinn – þjónustumiðstöð
Matskálinn er þjónustumiðstöð Sæludaga.
Þar
er opið frá 9:00 – 24:00 yfir helgina.
Þar er einnig WC, verslun og veitingasala.

Café Lindarrjóður
Café Lindarrjóður verður að þessu sinni staðsett í hinum nýja nýja matskála (sem ekki er alveg tilbúinn).
Þaðan er glæsilegt útsýni yfir Eyrarvatn.
Frá klukkan 14:00 er boðið upp á nýbakað góðgæti úr bakaríi Vatnaskógar.

Lambalæri til stuðnings nýjum matskála í Vatnaskógi
Á laugardagskvöldinu gefst gestum kostur á að
kaupa gæða-grillað lambalæri og meðlæti til
stuðnings byggingar á nýjum Matskála í Vatnaskógi.

Hæfileikasýning barnanna (sunnudag kl. 14:00)
Öll börn sem vilja geta tekið þátt í hæfileikasýningu barnanna.
Skráning fer fram á með því að smella hérna;
https://haefileiki.vatnaskogur.is
Umsjónarmenn hæfileikasýningarinnar verða til viðtals
laugardeginum í þjónustumiðstöðinni (matskálanum) frá klukkan 10:30-12:00.
Sýningin fer fram á sunnudeginum kl. 14:00.

Hvað finnst þér?
Hér er hægt að segja ykkar skoðun um framkvæmd hátíðarinnar
smellið hér (opnar 4. ágúst 2025)
https://konnun.vatnaskogur.is/

Skógarmenn KFUM
Skógarmenn standa fyrir starfi KFUM í
Vatnaskógi og þar er starfsemi allt árið um kring.
Á sumrin er boðið upp á dvalarokka
fyrir börn og unglinga.
Boðið er upp á
helgarflokka fyrir feðga, feðgin, fjölskyldur, mæður og karla.
Á veturna eru fermingarnámskeið,
leikskóladagskrá og skólabúðir í Vatnaskógi.