Skógarmenn KFUM í samstarfi við ADHD samtökin bjóða uppá sumarbúðir fyrir 10-12 ára drengi með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir.

Markmið Gauraflokks

Markmiðið með Gauraflokknum er að bjóða þennan hóp drengja velkominn í sumarbúðir í Vatnaskógi þar sem þörfum þeirra verður mætt á skilningsríkan og uppbyggilegan hátt.

Aðstaðan í Vatnaskógi

Vatnaskógur er frábær staður fyrir kraftmikla og vaska drengi. Þar eru bátar, íþróttahús, fótboltavellir, frjálsíþróttasvæði, frábærar gönguleiðir, baðströnd, ævintýralegur skógur, bókasafn ofl. Dagskráin í Vatnaskógi er fjölbreytt og samanstendur af frjálsum dagskrártilboðum, kvöldvökum, kristinni fræðslu, söng, mikilli útiveru og reglulegum matartímum. Dagsskipulag Vatnaskógar er afar heppilegt fyrir drengi með ADHD vegna þess að ramminn er skýr, þeir hafa sitt sæti við sitt borð með sinn foringja. Hvert borð er í sama svefnsal og herbergjum. Matartímar eru mjög reglulegir. Fjölmörg tilboð um viðfangsefni sem mæta ólíkum áhugasviðum. Mun fleiri starfsmenn verða í þessum flokk en í hefðbundnum flokkum og því auðveldara að mæta hverjum og einum á hans forsendum.

Umsóknir

Fyrirkomulag á skráningu í Gauraflokk (og Stelpur í stuði í Kaldárseli) er þannig:

1. Sótt er um dvöl á heimasíðu KFUM og KFUK.  Farið verður yfir umsóknir í þeirri röð sem þær berast og með hliðsjón af markhópi Gauraflokks. Öllum umsóknum verður svarað.

2. Forsvarsmenn flokksins yfirfara umsóknir og síðan er haft samband við foreldra þar sem þeim er tilkynnt hvort barnið þeirra kemst í flokkinn eða ekki.

3. Barnið skráð í flokkinn.

Gert er ráð fyrir að taka á móti 40 drengjum í Gauraflokk.

Brottför – heimkoma

Farið er frá húsi KFUM og KFUK, Holtavegi 28, kl. 10:00 og heimkoma á sama stað um kl. 14:00 (annar heimkomutími en í hefðbundnum flokkum).

Nánari upplýsingar

Frekari upplýsingar um starfið í Vatnaskógi má fá í síma 588-8899.

[form gauraflokkur]