Stöðugt er unnið að uppbyggingu og endurnýjun aðstöðunnar í Vatnaskógi. Nú þegar lokið hefur verið við að byggja nýjan svefnskála í Vatnaskógi, þar sem öll börn í dvalarflokkum gista undir einu þaki, er komið að næsta verkefni.
Framundan er að byggja nýjan matskála á svæðinu. En núverandi matskáli var tekin í notkun árið 1968 og er því 51 ára gamalt timburhús. Matskálinn var byggt fyrir sumardvalarstarfsemi en er nú nýtt 10 mánuði á ári og er vissulega barn síns tíma, margt af vanefnum en hugsjónum gert og ekki í takt við nútíma kröfur til einangrunar, hitakerfis eða hljóðeinangrunar. Í matsal vantar sæti fyrir a.m.k. 20 manns. Kostnaður við að endurnýja núverandi matskála er mjög sambærilegur við byggingu nýs skála sem myndi henta núverandi starfsemi mun betur en skálinn sem til staðar er. Heildarkostnaður við verkefnið er um 150 milljónir króna.
Vilt þú styðja við byggingu nýs matskála í Vatnaskógi?
Rn: 0117-26-12050
kt. 521182-0169