Skógarmenn KFUM í Vatnaskógi hafa sett á laggirnar sjóð – Stínusjóð*, sem gefa mun börnum og ungmennum möguleika á að dvelja í sumarbúðunum, sem annars hefðu ekk tækifæri til þess, t.d. af fjárhagsástæðum.
Tekjur sjóðsins eru sjálfaflafé og gjafir velunnara, en einnig munu sumarbúðirnar styrkja sjóðinn.
Hvernig styrki ég Stínusjóð?
- Hægt er að leggja inná reikning 526-26-6788 kt. 521182-0169
- Hafa samband við framkvæmdastjóra Vatnaskógar í síma 588-8899 eða í tölvupósti: arsaell@kfum.is
Hvernig er styrkjum úthlutað?
Skógarmenn afhenda Hjálparstarfi Kirkjunnar ákveðinn fjölda dvalarflokka til ráðstöfunnar.
Félagsráðgjafar Hjálparstarfsins úthluta dvölum til einstaklinga sem á þurfa að halda.
*Stínusjóður er nefndur eftir Kristínu Guðmundsdóttur var fædd 19. október 1914 og lést 31. mars 2005. Kristín starfaði sem ráðskona í Vatnaskógi í 40 sumur og lét af stöfum 1983. Þeir eru margir Skógarmennirnir sem hafa rifjað upp góðar minningarnar um Stínu sem sýndi þeim hlýju, kærleik og að ógleymdum ljúfengum Vatnaskógarkræsingum.
—
Starfsreglur Stínusjóðs
1. grein
Sjóðurinn heitir Stínusjóður og er á ábyrgð stjórnar Skógarmanna KFUM í Vatnaskógi. Verði sjóðurinn af einhverjum sökum lagður niður skulu eignir hans renna til æskulýðsmiðstöðvar KFUM í Vatnaskógi, Skógarmanna KFUM kennitala 521182-0169.
2. grein
Tilgangur sjóðsins er gefa börnum og ungmennum möguleika á að dvelja í Vatnaskógi, sem annars hafa ekki tækifæri til þess af félagslegum og fjárhagslegum ástæðum.
3. grein
Stjórn sjóðsins er á hverjum tíma skipuð þremur aðilum. Tveir stjórnarmenn skulu árlega tilnefndir af stjórn æskulýðsmiðstöðvar KFUM í Vatnaskógi, en þriðji stjórnarmaður skal vera starfandi framkvæmdastjóri Vatnaskógar.
4. grein
Tekjur Stínusjóðs er sjálfsaflafé velunnarra sem leggja sjóðnum lið. Úthlutanir eru því í beinu samræmi við tekjur sjóðsins, en skulu taka mið af starfseminni hverju sinni.
5. grein
Sjóðsstjórn ber ábyrgð á úthlutun styrkja. Taka skal mið af umsóknum eins og kostur er en sjóðsstjórn áskilur sér þó rétt til að ráðstafa styrkjum til annarra en þeirra sem senda inn umsóknir.
Reykjavík í mars 2017
Samþykkt á stjórnarfundi Skógarmanna KFUM
Ljósmynd: Kristín Guðmundsdóttir (Stína) í heimsókn í matskálanum í Vatnaskógi á 9. áratug síðustu aldar. Með henni á myndinni er Jóna Erlendsdóttir.