Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

Kaffisala Skógarmanna gekk vel

Höfundur: |2019-10-11T14:21:20+00:0022. apríl 2011|

Kaffisala Skógarmanna sem haldin var í dag gekk mjög vel. Forsvarsmenn Skógarmanna voru aðeins efins um að þátttakan yrði ekki eins góð og vant er vegna þess að sumardagurinn fyrsti bar upp á skírdag þetta árið. Sá efi var ástæðulaus [...]

Aðalfundur Skógarmanna

Höfundur: |2019-10-11T14:21:20+00:001. apríl 2011|

Aðalfundur Skógarmanna KFUM var haldinn 31. mars. Fundurinn var vel sóttur en yfir 60 menn og konur tóku þátt í aðalfundarstörfum. Mikill einhugur var á fundinum og mikill vilji að stuðla vel að starfinu í Vatnaskógi. Í stjórn voru kjörnir [...]

Sumarbúðirnar Hólavatni í Eyjafirði

Höfundur: |2019-10-11T14:21:20+00:0030. mars 2011|

Skráning er hafin í allar sumarbúðir KFUM og KFUK á Íslandi. Þær eru fimm talsins, Kaldársel, Vatnaskógur, Vindáshlíð, Ölver og Hólavatn. (http://www.skraning.kfum.is) Hólavatn eru einu sumarbúðir félagsins á Norðurlandi en þangað sækja börn af öllu landinu. Hver flokkur er fimm [...]

Sumarbúðirnar Hólavatni í Eyjafirði

Höfundur: |2019-10-11T14:21:20+00:0030. mars 2011|

Skráning er hafin í allar sumarbúðir KFUM og KFUK á Íslandi. Þær eru fimm talsins, Kaldársel, Vatnaskógur, Vindáshlíð, Ölver og Hólavatn. ( http://www.skraning.kfum.is) Hólavatn eru einu sumarbúðir félagsins á Norðurlandi en þangað sækja börn af öllu landinu. Hver flokkur er [...]

Mikil stemmning á fyrsta skráningardegi!

Höfundur: |2019-10-11T14:21:20+00:0027. mars 2011|

Það var líf og fjör á Vorhátíðum KFUM og KFUK í Reykjavík og á Akureyri á fyrsta degi skráningar. Dagskráin var fjölbreytt og fjölskylduvæn og augljóst að mörg börn geta vart beðið eftir að sumarbúðastarfið hefjist. […]

Fara efst