Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

Vatnaskógur – Föstudagurinn hvassi

Höfundur: |2019-10-11T14:21:36+00:0020. júní 2009|

Sól í heiði en napur og hvöss norð austan átt. Svona var veðrið hér í Vatnaskógi í gær. En við létum það ekki á okkur fá og héldum áfram að hafa það skemmtilegt. Þegar svona hvasst er í veðri er [...]

Vatnaskógur – Fjallgangan mikla

Höfundur: |2019-10-11T14:21:36+00:0020. júní 2009|

Síðasti heili dagurinn runninn upp. Já þetta er fljótt að líða. Foreldrar! Þið eigið semsagt von á strákunum ykkar heim á morgun. Bara svona til þess að hafa þetta á hreinu:o) Rúturnar ættu að vera í bænum svona um 21:00. [...]

Vatnaskógur – Gleðin áfram við völd.

Höfundur: |2019-10-11T14:21:36+00:0019. júní 2009|

Það voru syfjaðir piltar sem mættu í morgunmatinn í gærmorgun. Enda eru menn aðeins farnir að lýjast eftir mikið prógramm undanfarna daga.Dagurinn í gær var engin undantekning, þrátt fyrir hvassviðri hérna í Svínadalnum sem orsakaði það að við gátum ekki [...]

Vatnaskógur – Enn fleiri nýjar myndir!

Höfundur: |2019-10-11T14:21:36+00:0019. júní 2009|

Enn fleiri nýjar myndir komnar inn frá því í dag. Mikið havssviðri hérna hjá okkur núna, en við látum það ekki aftra okkur. Eintóm gleði og fjör. Vona að þið hafið líka gaman af útsýnismyndunum af staðnum. Þær eru þónokkrar [...]

Vatnaskógur – 17. júní með stæl!

Höfundur: |2019-10-11T14:21:36+00:0018. júní 2009|

Hæ hó jibbí jey og jibbí jey jey, það er kominn sautjándi júní. Þetta hljómaði ósjaldan í dag frá mjög svo lífsglöðum drengjum. Mikið var stússað í dag í tilefni dagsins. Strax eftir hádegismat söfnuðumst við saman á hlaðinu. Þaðan [...]

Vatnaskógur – Fyrsta nóttin yfirstaðin

Höfundur: |2019-10-11T14:21:36+00:0017. júní 2009|

Dagurinn í dag hefst með hefðbundum hætti. Drengirnir eru vaktir kl. 8:30 við misjafnar undirtektir. En menn eru nú fljótir að hressast um leið og þeir klára að sporðrenna brauði og kakó í morgunmat. Fánahyllingin er fastur punktur í Vatnaskógi. [...]

Þjóðhátiðardagurinn í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:21:36+00:0017. júní 2009|

Gleðilegan þjóðhátíðardag! Hér í Vatnaskógi vöknuðu menn upp við yndislegt veður. Blanka logn og sól. Ekki slæmt að byrja hátíðardaginn svona. Ég ætla nú ekki að skrifa margar línur núna en vil benda ykkur á nokkrar myndir sem ég tók [...]

Vatnaskógur 3. flokkur

Höfundur: |2019-10-11T14:21:36+00:0016. júní 2009|

96 drengir voru ekki lengi að koma sér út úr rútunum og hlaupa inn í matsal. Þeir sem verið hafa áður í Vatnaskógi kunna á skipulagið og eru búnir að ákveða hvar þeir vilja sitja í matsalnum. Skipulag flokksins miðast [...]

Fara efst