Skógarmenn KFUM í samstarfi við ADHD samtökin bjóða uppá sumarbúðir fyrir 10-12 ára drengi með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir.

Markmið Gauraflokks

Markmiðið með Gauraflokknum er að bjóða þennan hóp drengja velkominn í sumarbúðir í Vatnaskógi þar sem þörfum þeirra verður mætt á skilningsríkan og uppbyggilegan hátt.

Umsóknir

Sækja þarf um dvöl í Gauraflokk á umsóknarforminu hér fyrir neðan. Farið verður yfir umsóknir í þeirri röð sem þær berast og með hliðsjón af markhópi Gauraflokks. Öllum umsóknum verður svarað. Gert er ráð fyrir að taka á móti 50 drengjum í Gauraflokk.

Umsókn í Gauraflokk (mikilvægt er að fylla út umsóknina skilmerkilega)

Tekið verður við umsóknum frá og með 19. mars 2014.