Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

Lokadagur umsókna vegna sumarstarfa 2012

Höfundur: |2019-10-11T14:21:18+00:0029. febrúar 2012|

Á morgun fimmtudaginn 1. mars rennur út umsóknarfrestur um störf í sumarbúðum og leikjanámskeiðum KFUM og KFUK á komandi sumri. En á hverju sumri ræður KFUM og KFUK á annað hundrað ungmenni til starfa í sumarbúðum, á leikjanámskeiðum og á [...]

Upplýsingar um reikningsnúmer Vatnaskógar

Höfundur: |2019-10-11T14:21:18+00:0021. desember 2011|

Við bjóðum barnið þitt velkomið í sumarbúðir KFUM og KFUK í Vatnaskógi. Það er markmið okkar að barninu líði vel í sumarbúðunum. Hér eru nokkrar hagnýtar upplýsingar 1. Farangur Eftirfarandi upptalning gefur hugmynd um nauðsynlegan farangur: Sæng eða svefnpoki, koddi, [...]

Fara efst