Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

Orusta í íþróttahúsinu (Vatnaskógur)

Höfundur: |2019-10-11T14:21:18+00:0024. júlí 2011|

Nú er lokadagurinn í 8. flokki runninn upp. Nú þegar höfum við borðað morgunmat, haft fánahyllingu og skógarmannaguðsþjónustu, klárað að pakka farangrinum okkar og haft pizzuveislu. Þegar þetta er skrifað eru drengirnir í íþróttahúsinu að leika orustu sem er nýr [...]

Foringjaleikur og frábært veður (Vatnaskógur)

Höfundur: |2019-10-11T14:21:18+00:0023. júlí 2011|

Í gær var spilaður hinn sívinsæli foringjaleikur í knattspyrnu. Úrslit leiksins urðu þau sömu og áður í sumar. Í öðrum fréttum er það helst að veðrið hefur leikið við okkur hér í Vatnaskógi og rigningin sem við áttum von á [...]

Mjallhvít í Ölveri

Höfundur: |2019-10-11T14:21:18+00:0023. júlí 2011|

Síðasti sólarhringurinn hér í Ölveri hefur verið hreint út sagt frábær. Eftir hádegismatinn fóru stelpurnar í töluratleik og síðan var val og ákvaðu sumar stelpurnar að fara í fjallgöngu sem þær voru hæstánægðar með. Eftir kaffi var haldin hárgreiðslukeppni þar [...]

Víðavangshlaup, kristniboð og útsof (Vatnaskógur)

Höfundur: |2019-10-11T14:21:18+00:0022. júlí 2011|

Dagurinn í gær var viðburðaríkur eins og aðrir dagar hér í skóginum. Eftir hádegi bauðst drengjunum að hlaupa víðavangshlaup, boðið var upp á báta, dagskrá í íþróttahúsinu og margs konar leiki. Síðar í gær opnuðum við heitu pottana á bakvið [...]

Keppnis (Vatnaskógur)

Höfundur: |2019-10-11T14:21:18+00:0021. júlí 2011|

Stærsta verkefnið í gær var hermannaleikurinn eða klemmuleikurinn eins og hann er stundum kallaður. Drengjunum var skipt í tvo hópa og héldu hóparnir sína leiðina hvor á sólarströnd Skógarmanna við Oddakot. Þar mættust þeir í miklum bardaga. Í lok bardagans [...]

Spennandi dagur framundan (Vatnaskógur)

Höfundur: |2019-10-11T14:21:18+00:0020. júlí 2011|

Dagurinn í gær var mjög hefðbundinn hér í Vatnaskógi. Það var boðið upp á fjölbreytta dagskrá og óhætt að segja að allir hafi getað fundið eitthvað við sitt hæfi. Eftir kvöldvöku var drengjum sem vildu boðið upp á stutta helgistund [...]

Fallegur dagur í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:21:18+00:0019. júlí 2011|

Dagskráin í Vatnaskógi gekk mjög vel í gær. Veðrið lék við okkur stærstan hluta dagsins, reyndar fengum við "útlandalega" rigningu tvívegis, en þeir skúrar stóðu stutt. Hér var boðið upp á knattspyrnu, báta, borðtennis, smíðaverkstæði, kúluvarp, spjótkast og margt fleira [...]

Sæludagar í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:21:18+00:0018. júlí 2011|

Senn líður að hiinum sívinsælu Sæludögum í Vatnakógi sem er fjölskylduhátíð um verslunarmannahelgina. Þessi hátíð hefur fest sig í sessi sem áhugaverður og vímulaus valkostur á þessari mestu ferðahelgi Íslendinga. Markmiðið með hátíðinni er að skapa heilbrigða og eftirsóknaverða hátíð [...]

7. flokkur Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:21:19+00:0013. júlí 2011|

7. flokkur Allt hefur gengið vel og drengirnir kunna vel við sig í fjölbreyttum verkefnum. Eingöngu 38 drengir eru í flokknum og setið er við þrjú borð. Tveir foringjar sinna hverju borði. Drengirnir gista í norðurálmu Birkiskála. Nú þegar hafa [...]

Lokadagur í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:21:19+00:0010. júlí 2011|

Nú er hafinn síðasti dagur 6. flokks í Vatnaskógi. Eftir morgunmat og fánahyllingu var boðið upp á skógarmannaguðsþjónustu og eftir hana hafa drengirnir verið að ganga frá og pakka. Það er að mörgu að hyggja í pökkuninni, muna eftir því [...]

Fara efst