Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

2. flokkur Vatnaskógur-föstudagur

Höfundur: |2019-10-11T14:21:19+00:0023. júní 2011|

Það haustar snemma í ár :) . Hvít fjöll niður að byggð, kaldur morgunn og hvass. En hvað sem því líður eru strákarnir í banastuði. Þetta eru lífsglaðir drengir og heimilum sínum til sóma. Við brýnum fyrir þeim að klæða [...]

Besta starf í heimi (Vatnaskógur)

Höfundur: |2019-10-11T14:21:19+00:0023. júní 2011|

Í Biblíulestrinum hjá drengjunum í morgun veltum við upp tveimur ólíkum myndum af fjárhirðum. Annars vegar smalanum sem gengur á eftir kindum og rekur þær á fjall/af fjalli og hins vegar hirðisímynd Nýja Testamentisins. Hirðinn sem gengur á undan inn [...]

17. júní og „Hvað er eiginlega í gangi hérna!“

Höfundur: |2019-10-11T14:21:19+00:0023. júní 2011|

17. júní í Vatnaskógi hófst með morgunverði og fánahyllingu. Tvöföld fánahylling var. Fyrst var hefðbundin fánahylling þar sem sungið var "Lýs þú fáni" eftir séra Friðrik stofnanda KFUM og KFUK. Síðan voru fánar á fánaborg dregnir upp við undirleik þjóðsöngsins [...]

3. flokkur í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:21:19+00:0023. júní 2011|

Mikið fjör er nú hjá strákunum í Vatnaskógi. Skógurinn fylltist af kraftmiklum drengjum sem skemmta sér vel í góða veðrinu. Sólin skín í heiði og þær fréttir hafa borist úr Vatnaskógi að hópurinn sé frábær. Allt gengur vel. Því miður [...]

3. flokkur í Vatnaskógi gengur mjög vel

Höfundur: |2019-10-11T14:21:19+00:0023. júní 2011|

Allt gott að frétta úr 3. flokki sem er frábær hópur af skemmtilegum drengjum. Óhætt er að segja það að þeir uni sér vel og margt í boði. Kvikmyndagerðarhópurinn er kominn á fullt og stórmynd í burðarliðnum. Norðaustanáttin er búinn [...]

3. flokkur Vatnaskógar

Höfundur: |2019-10-11T14:21:19+00:0023. júní 2011|

Komið þið sæl hér eru fyrstu fréttir beint úr Vatnaskógi en bilun í netþjóni orsakaði töf á fréttum, beðist er velvirðingar á því. Nú er þriðji flokkur Vatnaskógar kominn á fulla ferð. Það eru 90 drengir voru skráðir í flokkinn [...]

Gauraflokkur: fyrstu dagarnir

Höfundur: |2019-10-11T14:21:19+00:0023. júní 2011|

Gauraflokkur í Vatnaskógi hófst síðastliðinn fimmtudag. Sökum vandræða með tölvukerfið höfum við ekki sett inn frétt fyrr og biðjumst afsökunar á því. Fyrstu dagarnir hafa gengið afskaplega vel, veðrið hefur reyndar ekki leikið við okkur, hér hefur verið hægur vindur, [...]

Skeljungur styður Gauraflokk og Stelpur í stuði

Höfundur: |2019-10-11T14:21:19+00:0023. júní 2011|

Sunnudaginn 29. maí var fjöskyldudagur hjá starfsmönnum Skeljungs í Vatnaskógi. Hoppukastalar, bátsferðir, íþróttir og ýmsir leikir voru í boði og grilluðum pylsum gerð góð skil. Skeljungur hefur ákveðið að leggja Gauraflokki í Vatnaskógi og Stelpum í stuði í Kaldarseli lið [...]

Fara efst