Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

Vorhátíðin á morgun, 26. mars!

Höfundur: |2019-10-11T14:21:20+00:0025. mars 2011|

Nú er allt að verða klárt fyrir Vorhátíðina sem hefst á morgun kl. 12:00 enda vor í lofti. Þar verður margt í boði, sjá nánar HÉRNA Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK hefst á sama tíma.  Vorhátíðin er í húsi [...]

Vorhátíðin á morgun, 26. mars!

Höfundur: |2019-10-11T14:21:20+00:0025. mars 2011|

Nú er allt að verða klárt fyrir Vorhátíðina sem hefst á morgun kl. 12:00 enda vor í lofti. Þar verður margt í boði, sjá nánar HÉRNA Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK hefst á sama tíma. Vorhátíðin er í húsi [...]

VORHÁTÍÐ á laugardag – – skráning í sumarbúðir hefst

Höfundur: |2019-10-11T14:21:20+00:0023. mars 2011|

Skráning í sumarbúðirnar hefst á laugardaginn, þann 26. mars kl. 12:00 Á laugardaginn verður vorhátíð KFUM og KFUK:  HOPPUKASTALAR –  FULLT AF ÞEIM KAFFIHÚS -  GLÆSILEGTCANDY-FLOSS – Á VÆGU VERÐI ANDILITSMÁLUN – HVAÐ MEÐ ÞIG? HÚLLAHRINGIR -  HÚLLA, HÚLLAVELTIBÍLL – SPENNANDI KRAKKAHORN – [...]

Landsmót Unglingadeilda hafið

Höfundur: |2019-10-11T14:21:20+00:0021. mars 2011|

Í dag, föstudaginn 18. mars er að hefjast landsmót unglingadeilda KFUM og KFUK í Vatnaskógi. Vegna veðurs og færðar er rétt að upplýsa að allir eru komnir í Vatnaskóg heilu á höldnu. 180 unglingar ásamt leiðtogum munu um helgina njóta [...]

Fara efst